Umferðin á uppleið

Á Miklubraut.
Á Miklubraut. Hari

Friðleif­ur Ingi Brynj­ars­son, sér­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni, seg­ir það sæta tíðind­um að um­ferðin á höfuðborg­ar­svæðinu í fe­brú­ar hafi verið meiri en sum­ar­mánuðina 2016.

Summa meðal­um­ferðar á dag var 122.063 bíl­ar í fe­brú­ar árið 2011 en 165.020 bíl­ar í fe­brú­ar sl. Það er aukn­ing um 43 þúsund bíla.

Til sam­an­b­urðar eru nú 48 þúsund fleiri fólks­bif­reiðar í um­ferð en árið 2013 og 12.600 fleiri bíla­leigu­bíl­ar.

Um 224 þúsund fólks­bíl­ar voru í um­ferð fyr­ir páska­helg­ina sem sam­svar­ar um það bil 560 bíl­um á hverja þúsund íbúa í land­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert