Hefði átt að vega þyngra

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.

Töldu að minnsta kosti tveir þeirra eftir á að hyggja að dómarareynsla hefði átt að vega þyngra við skipun réttarins, en samkvæmt venju var hún látin vega jafnt á við reynslu af lögmanns- og stjórnsýslustörfum. Það kom hins vegar aldrei til greina að hrófla við niðurstöðunni eftir að hún lá fyrir, enda væri þá mögulega verið að hygla sumum dómaraefnanna á kostnað annarra.

Þá hafði nefndin ákveðið fyrir fram að hún myndi einungis nefna þá 15 sem efstir væru sem hæfasta, en dómsmálaráðherra lagði til að nefndin nefndi 20.

Þá taldi nefndin sig bundna af lögum og reglum um störf nefndarinnar og því hefðu kynjasjónarmið ekki verið á meðal þess sem lagt var til grundvallar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert