Leita atbeina dómstóla til að fá þotuna afhenta

Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli í …
Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli í gær Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Aðfar­ar­beiðni hef­ur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykja­ness þar sem þess er kraf­ist að Isa­via láti af hendi farþegaþotu sem fyr­ir­tækið kyrr­setti hinn 28. mars síðastliðinn til trygg­ing­ar nærri tveggja millj­arða skuld WOW air við Kefla­vík­ur­flug­völl.

Gerðarbeiðandi er eig­andi vél­ar­inn­ar, banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tækið Air Lea­se Corporati­on.

Í aðfar­ar­beiðninni, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, er full­yrt að Isa­via skorti laga­heim­ild til að halda vél­inni. Er þar m.a. bent á að WOW air hafi ekki haft vél­ina í sinni vörslu í kjöl­far þess að fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota. Þá hafi ALC ekki verið til­kynnt um kyrr­setn­ing­una fyrr en mörg­um klukku­stund­um eft­ir að WOW air bæði lagði inn flugrekstr­ar­leyfið og úr­sk­urður um gjaldþrot lá fyr­ir.

Í rök­stuðningi með beiðni um aðför að vél­inni segja lög­menn ALC að Isa­via hafi ekki haft heim­ild­ir skv. eig­in regl­um til þess að veita WOW air lána­fyr­ir­greiðslu með þeim hætti sem gert var og að sú fram­ganga stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins kunni mögu­lega að baka þeim bóta­ábyrgð. Þá seg­ir í aðfar­ar­beiðninni að fram­ganga Isa­via kunni að leiða til þess að flug­véla­leigu­sal­ar muni forðast, tak­marka eða jafn­vel banna leigu­tök­um véla sinna að beina þeim um flug­völl­inn í Kefla­vík. Það bygg­ir ALC á þeirri full­yrðingu að reynsl­an af sam­skipt­um við Isa­via sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lög­um og birt­um regl­um.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að búið sé að boða til fyr­ir­töku í héraðsdómi næst­kom­andi þriðju­dag. Fall­ist dóm­ur­inn á kröf­ur ALC mun Isa­via sitja uppi með tveggja millj­arða kröfu á hend­ur WOW air án veðand­lags.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert