Opnað fyrir umferð að Dettifossi

Dettifoss er ein helsta náttúruperla Íslands, vatnsmesti foss Evrópu. Hann …
Dettifoss er ein helsta náttúruperla Íslands, vatnsmesti foss Evrópu. Hann er óaðgengilegur á veturna mbl.is/RAX

Búið er að opna á ný fyr­ir um­ferð að Detti­fossi, en svæðinu var upp­haf­lega lokað seinnip­ar­inn á mánu­dag­inn vegna asa­hláku.

Opnað var á ný að morgni skír­dags en sú opn­un stóð ekki lengi yfir því í lok dags­ins hafði bætt svo mikið í vatns­flaum­inn að loka þurfti á ný.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Þar seg­ir að aðstæður séu eng­an veg­inn full­komn­ar þrátt fyr­ir að opnað hafi verið fyr­ir um­ferð.

„Stíg­ar eru á löng­um köfl­um mjög blaut­ir og sumstaðar þarf að víkja af hefðbundn­um leiðum til að kom­ast að foss­in­um. Þar er eins og alltaf mjög mik­il­vægt að fylgja leiðbein­ing­um sem land­vörður hef­ur sett upp. Eins er rétt að ít­reka það að að sumstaðar er smá klöng­ur á grjóti og því aðeins fyr­ir þá að fara um sem eru ör­ugg­ir til gangs,“ seg­ir á síðunni.

Seinnipart­inn í gær var farið að flæða yfir hjá­leiðina sem búið var að setja upp og því komust ferðamenn ekki nær foss­in­um en 400 metra frá bíla­stæðinu. Þá var eft­ir um 800 metra gang­ur að foss­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert