Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla …
Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla að vatnslekinn hafi orðið frá vettvangi slökkvistarfsins inn í verslunina. mbl.is/Snorri Másson

Töluvert tjón varð á húsnæði Húsasmiðjunnar í Dalshrauni vegna vatns sem lak inn í verslunina við slökkvistarfið í íbúðarhúsnæði í sömu byggingu. Verið er að meta hvort umfang skemmdanna sé slíkt að ekki verði unnt að opna verslunina á þriðjudaginn eftir páska.

Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn …
Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn varð í. Hann varð hinum megin við húsið. mbl.is/Snorri Másson

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að það velti á umfangi tjónsins hvort hægt verði að opna á þriðjudaginn. Hann segir að í kvöld hafi verið reynt að færa til vörur og þurrka gólfin í versluninni en að hann hafi ekki fengið betur séð en að tjónið hafi verið töluvert.

Gólfið í versluninni er dúklagt og einhver hluti þess er parketlagður. Bruninn varð í íbúðarhúsnæði á efstu hæð hússins, sem er öndverðu megin við húsið miðað við innganginn í verslunina. Um var að ræða aðgerðir sem allt tiltækt slökkvilið kom að. Vatnsmagnið var eftir því og nokkuð af því lak niður í verslunina á milli hæða.

Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en …
Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en eldurinn varð í herbergjum á efstu hæð, sem líta eins út og þessi sem sjá má efst á myndinni. mbl.is/Snorri Másson

Gert er þó ráð fyrir að húsnæðið verði starfhæft innan skamms, segir Árni. Húsasmiðjan er með það á leigu hjá fasteignafélaginu Regin og samkvæmt samtali sem Árni átti við fulltrúa þess ætti tjónið ekki að vera meira en að um skammtímaáhrif verði að ræða.

Fljótlega eftir að slökkvilið kom á vettvang var farið inn í verslunina til að kanna aðstæður þar. Þegar blaðamann mbl.is bar að garði hafði glerhurðin í innganginum verið brotin upp og glerbrot lágu á víð og dreif. Sú hurð hafði verið brotin af slökkviliðsmönnum sem mátu aðstæður svo að engan tíma mætti missa. Hurðin hafði verið læst, því eins og öðrum í byggingunni hafði starfsfólki verslunarinnar verið gert að yfirgefa húsnæðið þegar tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum. Eiginlegt brunakerfi fór ekki í gang í Húsasmiðjunni, enda eldurinn í allt öðrum hluta hússins. Enginn reykur fór inn í verslunina.

Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru …
Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru glerbrot frá því að hurðin var brotin upp. mbl.is/Snorri Másson
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð.
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is/Snorri Másson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert