Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær.
Þetta segir varðstjóri slökkviliðisins í samtali við mbl.is.
Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins.
Verulegt tjón varð vegna eldsvoðans. Skemmdir urðu á íbúðum og rífa þurfti svolítið af þakinu, að sögn varðstjórans. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en talið er að eldsupptökin hafi orðið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri.
Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á sjötta tímanum í gær, eftir að hafa bjargað fjórum af þaki húsnæðisins í Dalshrauni á meðan það logaði. Enginn liggur undir grun vegna brunans. Engan skaðaði en á fimmta tug manns bjó á efri hæðinni. Allt fólkið var af erlendum uppruna og gisti það í húsnæði Rauði krossinns í nótt.