Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

Slökkviliðsmenn brutu sér leið inn í Húsasmiðjuna á laugardaginn var …
Slökkviliðsmenn brutu sér leið inn í Húsasmiðjuna á laugardaginn var þegar eldur kviknaði í hluta byggingarinnar. mbl.is/Snorri

Verið er að þrífa verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni eftir að vatn lak þar inn við aðgerðir slökkviliðsins í bruna á laugardaginn. Timbursalan opnar í fyrramálið og ef þrifin ganga að óskum, opnar verslunin líka.

Eldur kviknaði á laugardaginn í íbúðarhúsnæði aftan við Húsasmiðjuna í Dalshrauni. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar hefur leitt í ljós að eldurinn kviknaði út frá raftæki, samkvæmt RÚV. 

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að ástandið í versluninni líti betur út en mönnum sýndist á laugardaginn. Einhverjar vörur urðu fyrir vatnsskemmdum og eru ónýtar. Óvíst er hvort skemmdir hafi orðið á gólfinu, sem er dúklagt, en rakinn þar verður mældur.

Árni segir að búast megi við því að verslunin opni í fyrramálið, þó að lítilsháttar innanhús rask geti orðið á starfseminni. Það eigi þó ekki að hafa áhrif á viðskiptavini.

Eins og segir er óljóst hvernig gólfið varð úti en hugsanlegar skemmdir þar á segir Árni lán í óláni: það er ekki langt að fara að sækja nýtt parket inni í sjálfri Húsasmiðjunni.

Eldurinn í Dalshrauni var slíkur umfangs að allt tiltækt slökkvilið …
Eldurinn í Dalshrauni var slíkur umfangs að allt tiltækt slökkvilið var kallað út. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert