Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

Slökkviliðið að störfum á Sléttuvegi.
Slökkviliðið að störfum á Sléttuvegi. mbl.is/Jón Pétur

Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Lögregla óskar nú eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir við húsnæðið á sunnudagsmorgun, en útkall barst rétt fyrir klukkan 10. Best er að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta olli gríðarlegri almannahættu,“ segir Jóhann Karl, en fjöldi íbúa notast við hjólastól og erfitt er að rýma húsnæðið þegar ekki er hægt að nota lyftur.

Rannsókn málsins er í fullum gangi, en lögregla fann óbrunninn bensínbrúsa á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert