Hætta á árekstrum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Kaup­höll­in, Nas­daq Ice­land hf., leggst gegn því að eft­ir­lit með hegðun á fjár­mála­markaði verði fært und­ir Seðlabank­ann.

Þetta kem­ur fram í um­sögn við frum­varp til laga um Seðlabanka Íslands þar sem gert er ráð fyr­ir sam­ein­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við Seðlabank­ann en að mati Kaup­hall­ar­inn­ar er hætta á hags­muna­árekstr­um ef þessi leið verður far­in.

„Standi hins veg­ar vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþing­is til þess að sam­eina Fjár­mála­eft­ir­litið Seðlabank­an­um að fullu álít­ur Kaup­höll­in engu að síður leiðir fær­ar sem gætu dregið um­tals­vert úr lík­un­um á hags­muna­árekstr­um og aukið vald­dreif­ingu. Ef full sam­ein­ing verður niðurstaðan tel­ur Kaup­höll­in brýnt að skerpt verði á sjálf­stæði þess vara­seðlabanka­stjóra sem mun fara með mál­efni fjár­mála­eft­ir­lits. Til að tryggja sjálf­stæði hans tel­ur Kaup­höll­in rétt að vara­seðlabanka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits heyri beint und­ir bankaráð en falli ekki und­ir valdsvið seðlabanka­stjóra þegar kem­ur að mál­efn­um fjár­mála­eft­ir­lits,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Vara­seðlabanka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits færi þá ein­ung­is með mál­efni þess eft­ir­lits og legg­ur Kaup­höll­in til að hann yrði þá formaður fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar í stað seðlabanka­stjóra sem ekki hefði leng­ur sæti í nefnd­inni. omfr@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert