Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum.
„Upptaka öryggismyndavélar sýnir mann ganga rétt hjá þeim stað er óhappið varð á. Maðurinn verður greinilega var við eitthvað og snýr sér að bifreiðunum. Nú óskum við eftir að ná tali af þessum manni,“ segir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni.
Maðurinn er beðinn um að hafa samband í síma 444-2800 eða senda lögreglu skilaboð á samfélagsmiðlinum.