Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

Fríhöfnin í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fríhöfnin í flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert

Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur.

Vísir greindi fyrst frá málinu. Sex manns var sagt upp hjá Fríhöfninni fyrir síðustu mánaðarmót og segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, að grípa þurfi til frekari uppsagna. Hún gefur ekki upp hversu mörgum til viðbótar verður sagt upp, en að ekki verði um hópuppsögn að ræða.

Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni, en ástæða uppsagna má helst rekja til gjaldþrots WOW air og afleiðingar sem það hefur á fjölda farþega um flugstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert