Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%.
Sala á skyri minnkaði um 5,2% og mjólk og sýrðum vörum um 3,5%. Sala á ostum minnkaði um 2,2% og lítilsháttar samdráttur varð í sölu á viðbiti.
Ef mjólkin er umreiknuð í prótein nemur salan 128,1 milljón lítra sem er nærri 3% samdráttur frá fyrra ári. Reiknað á fitugrunni er salan 144,7 milljón lítrar sem er svipað og á sama tímabili ári fyrr. Samkvæmt þessu er bilið á milli verðefna mjólkurinnar, fitu og próteins, enn að aukast. Fitan selst betur á innanlandsmarkaði en umframpróteinið þarf að flytja út .