Segir séreignarsparnað í uppnámi

Arnaldur Loftsson
Arnaldur Loftsson

Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika.

Þetta segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, í aðsendri grein í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar bendir hann á að í yfirlýsingunni segi að sett verði í forgang að hækka lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5% af launum og það hlutfall sem renna þurfi í sameign þurfi að lágmarki að vera 12%. Hins vegar séu fimm lífeyrissjóðir í dag sem bjóði upp á að hærra hlutfall en sem nemi 3,5% renni í séreign og því muni yfirlýsingin, gangi hún í gegn, koma því kerfi í uppnám.

Segir Arnaldur að mjög hafi skort á samráð við útfærslu yfirlýsingar stjórnvalda og opinberu lífeyrissjóðirnir og hinir svokölluðu frjálsu sjóðir hafi þar hvergi komið nærri.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert