Kíkt á nýja sjúkrahótelið

00:00
00:00

Nýtt sjúkra­hót­el Land­spít­al­ans er nú að verða til­búið en bú­ist er við að fyrstu gest­irn­ir komi þangað í byrj­un maí. Aðstaðan er glæsi­leg og á eft­ir að skipta sköp­um fyr­ir marga, til að mynda verður það góður kost­ur fyr­ir kon­ur af lands­byggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkra­hót­elið.

Sól­rún Rún­ars­dótt­ir, deild­ar­stjóri á sjúkra­hót­el­inu, á von á því að hót­elið verði mik­il lyfti­stöng fyr­ir heil­brigðis­kerfið og seg­ir að opn­un­ar­inn­ar sé beðið með tals­verðri eft­ir­vænt­ingu á sjúkra­hús­inu. Aðstaðan verði að miklu leyti lík því sem ger­ist á venju­leg­um hót­el­um.

„Fólki á að líða vel, við reikn­um með að það verði til þess að það hjálpi fólki að batna,“ seg­ir Sól­rún en í mynd­skeiðinu er rætt við hana og kíkt á aðstöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert