Telja Snæfellsjökul verða horfinn um miðja öldina

Mælingamennirnir á Snæfellsjökli.
Mælingamennirnir á Snæfellsjökli. Ljósmynd/Jón Björnsson

Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands.

Vísindamenn og fleiri fóru í leiðangur á jökulinn sl. mánudag og mældu snjóalög vetrarins auk þess að gera ýmsar fleiri athuganir. Fékk mannskapurinn hið besta veður; glampandi sólskin svo sást vel inn eftir Snæfellsnesi, um Borgarfjörð og yfir Faxaflóann.

Allar niðurstöður sýna að Snæfellsjökull gefur hratt eftir, en hann er nú um 10 ferkílómetrar að flatarmáli en var meira en helmingi stærri fyrir rúmri öld. Til stendur að auka mælingar á jöklinum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar nýju mælingar á jöklinum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert