Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er þess full­viss að unga fólkið er jafnsann­fært og ég um mik­il­vægi alþjóðlegr­ar sam­vinnu. Nú þegar ang­ar er­lendr­ar ein­angr­un­ar­stefnu teygja anga sína inn í ís­lensk stjórn­mál er nauðsyn­legt að slá skjald­borg um þá sam­vinnu.“

Þetta sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra í ávarpi á ráðstefnu Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands um alþjóðlega sam­vinnu sem fram fór í Nor­ræna hús­inu í gær. Vísaði hann þar til umræðunn­ar um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem til stend­ur að samþykkja hér á landi vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um, en ráðherr­ann hef­ur meðal ann­ars haldið því fram að andstaða hér á landi við málið sé meðal ann­ars runn­in und­an rifj­um norska Miðflokks­ins.

„Ég hef áður rætt um EES-kyn­slóðina, unga fólkið sem man ekki eft­ir sér öðru­vísi en inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins,“ sagði Guðlaug­ur Þór enn frem­ur þar sem hann skír­skotaði til unga fólks­ins og bætti við að hon­um virt­ist „meiri­hluti þings og þjóðar ætla að standa sam­an gegn öfl­um sem vilja grafa und­an EES-samn­ingn­um á því sem eru í besta falli illa ígrundaðar for­send­ur – ef ekki af hrein­um ásetn­ingi.“

Þeir sem lagst hafa gegn samþykkt þriðja orkupakk­ans hafa hvatt til þess að Ísland nýtti heim­ild í EES-samn­ingn­um til þess að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni sem þýddi að málið færi aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt yrði að óska eft­ir form­leg­um und­anþágum frá lög­gjöf­inni eða þeim hlut­um henn­ar sem tald­ir eru fela í sér framsal á valdi. Stuðnings­menn þess að orkupakk­inn verði samþykkt­ur hafa hins veg­ar sagt að nýt­ing heim­ild­ar­inn­ar gæti sett EES-samn­ing­inn í upp­nám.

Guðlaug­ur Þór sagði mik­il­vægt að hafa hug­fast að EES-samn­ing­ur­inn hefði skilað al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um „gríðarleg­um ávinn­ingi án þess að Ísland hafi þurft að fórna sín­um hags­mun­um svo nokkru nemi“. Alþjóðleg sam­vinna og virk hags­muna­gæsla væri und­ir­staða þess að lífs­kjör og tæki­færi hér­lend­is gætu áfram orðið með því sem best gerðist í heim­in­um. Þar væri EES-sam­starfið í lyk­il­hlut­verki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert