„Viljum við taka þessa áhættu?“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Verði því hafnað af hálfu Alþing­is að samþykkja þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins með því að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni mun það ekki setja samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) í upp­nám. Þetta seg­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son, sem var ut­an­rík­is­ráðherra þegar samið var um aðild Íslands að EES-samn­ingn­um fyr­ir rúm­um ald­ar­fjórðungi síðan, í um­sögn til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is um þings­álykt­un­ar­til­lögu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um samþykkt orkupakk­ans.

„Hins veg­ar verða að telj­ast veru­leg­ar lík­ur á því, að ótíma­bær lög­leiðing orkupakka 3 og ófyr­ir­séðar og óhag­stæðar af­leiðing­ar, önd­verðar ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um, muni grafa und­an trausti á og efla and­stöðu með þjóðinni við EES-samn­ing­inn, eins og reynsl­an sýn­ir frá Nor­egi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyr­ir­hugaðri lög­gjöf nú,“ seg­ir Jón Bald­vin hins veg­ar. Öllum beri þannig sam­an um að lög­gjöf um teng­ingu ís­lensks raf­orku­markaðar við þann evr­ópska muni hafa marg­vís­leg áhrif hér á landi. Gef­ur hann lítið fyr­ir þá fyr­ir­vara sem Guðlaug­ur Þór hef­ur kynnt vegna máls­ins.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​RAX

„Lög­gjaf­an­um ber skylda til að greina þessi „marg­vís­legu áhrif" út frá ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um og hags­mun­um neyt­enda, áður en lagt er upp í þessa óvissu­ferð. M.a. vegna þess að yf­ir­gnæf­andi lík­ur eru á því, að meint­ir fyr­ir­var­ar reyn­ist hald­litl­ir vegna þess­ara „marg­vís­legu áhrifa". [...] Framsal valds til fjölþjóðlegra stofn­ana rétt­læt­ist jafn­an af því, að það þjóni þjóðar­hags­mun­um bet­ur en óbreytt ástand. Þessa þjóðhags­legu grein­ingu skort­ir ger­sam­lega. Hún þarf að liggja fyr­ir, áður en lengra er haldið. Það er ekki nóg að vísa í fyr­ir­vara, sem vafa­samt er að haldi, þegar á reyn­ir.“

Viður­kennt að verð til neyt­enda muni hækka

Jón Bald­vin bend­ir á að meg­in­regl­ur innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins snúa að grunn­regl­um fjór­frels­is­ins um jafn­ræði keppi­nauta á sam­keppn­ismörkuðum. Ráðandi markaðshlut­deild rík­is­fyr­ir­tækja, eins og Lands­virkj­un­ar, sam­rým­ist ekki þeim regl­um. Rík­is­styrk­ir í formi niður­greiðslu orku­verðs, til að mynda vegna nýt­ing­ar orku til upp­bygg­ing­ar græn­met­is­rækt­un­ar í gróður­hús­um, sam­rým­ist ekki þess­um regl­um. Í grein­ar­gerð þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar sé viður­kennt að verð til neyt­enda muni hækka við teng­ingu við orku­markað Evr­ópu­sam­bands­ins. Reynsla Norðmanna staðfesti það. Spyr Jón hvort það sé í sam­ræmi við vilja neyt­enda. Öðru nafni kjós­enda.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hætt er við, að til­greind­ir fyr­ir­var­ar ráðherra reyn­ist hald­litl­ir, þegar á reyn­ir. Því má slá föstu, að yf­ir­lýs­ing nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóra orku­mála ESB með ráðherra reyn­ist skv. fyrri reynslu mark­laus,“ seg­ir Jón Bald­vin og vís­ar þar í póli­tíska yf­ir­lýs­ingu Guðlaugs Þórs og Migu­els Ari­as Ca­nete, fram­kvæmda­stjóra orku­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, um að ákveðinn hluti þriðja orkupakk­ans eigi ekki við hér á landi. „Hefðbund­in norsk lög­gjöf um virkj­un­ar­rétt­indi, hef­ur þegar verið dæmd ósam­rýman­leg meg­in­regl­um varðandi sam­keppni á innri markaðnum. Vilj­um við taka þessa áhættu?“

Höfn­un set­ur ekki EES-samn­ing­inn í upp­nám

„Þeir sem halda því fram, að fyr­ir­huguð lög­gjöf snú­ist aðallega um neyt­enda­vernd, þurfa að lesa sér bet­ur til. Íslensk­ir neyt­end­ur búa við miklu lægra verð en neyt­end­ur á sam­eig­in­lega markaðnum og hafa meiri áhrif á verðlagn­ing­una, sem sæt­ir lýðræðis­leg­um aga kjós­enda. Hinn sam­eig­in­legi orku­markaður ESB er í kreppu. Marg­ar þjóðir búa við orku­skort og eru öðrum háðar um orku. Í mörg­um til­vik­um er ork­an feng­in við meng­andi bruna á jarðefna­eldsneyti. Þetta stenst ekki skuld­bind­ing­ar ESB um aðgerðir gegn lofts­lags­vánni og um nátt­úru­vernd. Við þess­ar kring­um­stæður er auðvelt að skilja áhuga fjár­festa á for­ræði yfir og viðskipt­um með hreina og end­ur­nýj­an­lega orku.“

Höfn­un á lög­leiðingu þriðja orkupakk­ans hér á landi muni alls ekki setja EES-samn­ing­inn í upp­nám að sögn Jóns Bald­vins. Svarið við því sé ótví­rætt nei. „EES-samn­ing­ur­inn trygg­ir aðild­ar­ríkj­un­um óvé­fengj­an­leg­an rétt til að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar á til­teknu mála­sviði, ef hún á ekki við eða þjón­ar ekki hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Fyr­ir þessu eru mörg for­dæmi. Höfn­un inn­leiðing­ar hef­ur ekki í för með sér nein viður­lög. Af­leiðing­in er sú, að mál­inu er vísað til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyr­ir­var­ar, sem ör­uggt hald er í. Þessi ótví­ræði rétt­ur aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins til þess að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar út frá eig­in þjóðar­hags­mun­um, án viður­laga, var frá upp­hafi ein meg­in­rök­semd­in fyr­ir því, að framsal valds skv. samn­ingn­um væri inn­an marka þess sem sam­rýmd­ist óbreyttri stjórn­ar­skrá.“

Hætt við að stuðning­ur við EES fari þverr­andi

Jón Bald­vin seg­ir að eft­ir at­vik­um megi semja um gagn­kvæm­an markaðsaðgang. „En það kem­ur ekki til greina að semja um aðgang að markaði fyr­ir aðgang að auðlind. Þaðan af síður eig­um við að taka þá áhættu, að þetta ger­ist „bak­dyra­meg­in", í krafti sam­keppn­is­reglna innri markaðar­ins, án þess að ís­lenska þjóðin hafi tekið um það meðvitaða ákvörðun.“ Hann ít­rek­ar að lok­um áhyggj­ur sín­ar af því að samþykkt þriðja orkupakk­ans geti grafið und­an stuðningi við EES-samn­ing­inn hér á landi:

AFP

„Stuðning­ur við EES-samn­ing­inn bygg­ir að lok­um á póli­tískri af­stöðu kjós­enda í aðild­ar­ríkj­un­um. Ef hinn vold­ugi samn­ingsaðili, Evr­ópu­sam­bandið, hætt­ir að virða í reynd þetta grund­vall­ar­atriði EES-samn­ings­ins og krefst þess að EFTA-rík­in samþykki skil­yrðis­laust það sem að þeim er rétt, án til­lits til eig­in þjóðar­hags­muna, er hætt við að stuðning­ur við EES-samn­ing­inn fari þverr­andi. Þar með get­ur EES-samn­ing­ur­inn, með öll­um þeim ávinn­ingi sem hann hef­ur tryggt Íslandi á und­an­förn­um ald­ar­fjórðungi, verið í upp­námi. Á því bera þá þeir ein­ir ábyrgð, sem vilja þröngva þriðja orkupakk­an­um upp á þjóðina - með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um og í trássi við þjóðar­vilj­ann.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert