Vara við notkun hættulegra leysihanska

Hættan leynist víða. Leysihanska má m.a. kaupa í vefverslun á …
Hættan leynist víða. Leysihanska má m.a. kaupa í vefverslun á AliExpress.

Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti.

Þetta kemur fram á vefsíðu Geislavarna ríkisins. Er þar bent á að notkun öflugra leysa og leysibenda í flokki 3R, 3B og 4 sé leyfisskyld en leysihanskarnir eru með leysa í flokki 3B.

Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins, segir í Morgunblaðinu í dag að fyrirtækinu hafi borist ábending um að íslenskur tónlistarmaður hafi notað slíka hanska. Hanskarnir hafi í kjölfarið verið prófaðir hjá Geislavörnum og þá hafi komið í ljós hversu varasamir leysarnir á þeim væru. Tónlistarmaðurinn fékk því að vita að hann fengi ekki leyfi fyrir hönskunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert