Dregið gæti verulega úr áhrifum sáttmála

TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 18. mars.
TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 18. mars. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Verulega gæti dregið úr þeim jákvæðu áhrifum sem Höfðaborgarsáttmálanum er ætlað að hafa fari svo að íslenskir dómstólar dæmi Isavia í vil í málaferlum þess við bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation (ALC) um greiðslu þess á skuldum WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Áhöld eru um það hvort óundirritað samkomulag á milli Isavia og WOW air, sem Isavia segir vera einhliða yfirlýsingu WOW air, um greiðslu flugfélagsins á skuldum þess til Isavia, eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins hinn 18. apríl, sé í takt við markmið sáttmálans sem miðar að því að tryggja skjótvirk fullnustuúrræði fyrir kröfuhafa í tengslum við loftför sem gerir það að verkum að þeir geta boðið hagstæðari leigu- og fjármögnunarkjör.

Í umsögn Isavia dagsettri hinn 14. janúar síðastliðinn og mælt var fyrir á Alþingi um innleiðingu Íslands á Höfðaborgarsáttmálanum fagnar Isavia því að frumvarpið sé komið fram og telur það vera til hagsbóta fyrir flugrekendur sem geta nýtt sér ákvæði samningsins til þess að ná hagkvæmari samningum um kaup eða leigu loftfara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert