Flottir fulltrúar framtíðarinnar

Selmu og Erlu finnst gaman að tína rusl og þeim …
Selmu og Erlu finnst gaman að tína rusl og þeim líður vel eftir að þær hafa hreinsað til. Hér eru þær stoltar með afrakstur ruslatínslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okkur finnst gaman að tína rusl og okkur líður vel eftir að við höfum hreinsað til. Við vitum að við erum að gera gagn af því að rusl mengar og er sóðalegt. Lítil börn geta líka meitt sig á rusli, til dæmis ef þau komast í glerbrot. Ef allir mundu tína upp rusl alltaf þegar þeir sæju það þá væri ekkert rusl.“

Þetta segja þær bestu vinkonur og bekkjarsystur Selma Dögg Jóhannsdóttir og Erla Björg Viðarsdóttir, báðar í þriðja bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, en þær tóku upp á því í vetur að tína ævinlega rusl hvar sem þær sjá það í sinni heimabyggð.

„Áhugi okkar á að tína rusl kviknaði á tiltektardegi í skólanum. Þá fengum við að horfa á myndband þar sem við sáum hvernig dýr geta meitt sig á rusli og stundum drepist, eins og til dæmis þegar þau éta rusl sem fólk hefur skilið eftir úti, af því að dýrin halda að það sé matur. Við sáum í myndabandinu hval sem hafði drepist af því að maginn í honum var fullur af plasti.“

Þær Selma og Erla segjast fara um hverja helgi í leiðangra til að tína rusl af því að þá gista þær stundum hjá hvor annarri. „Einu sinni þegar mamma sendi okkur saman út í búð í rigningu fannst henni skrýtið hvað við vorum lengi, en það var vegna þess að við sáum svo mikið rusl á leiðinni að við báðum um poka í búðinni til að geta tínt það upp á heimleiðinni. Við fylltum báðar pokana okkar á þessari stuttu leið,“ segja þær stöllur, sem fara ævinlega með ruslið heim og flokka það í réttar tunnur.

Sjá við tal við Selmu og Erlu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert