Ríkið styður jarðstreng upp á Kjöl

Samkomulagi náð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri …
Samkomulagi náð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkomulag hefur náðst um fjármögnun lagningar rafstrengs upp á Kjöl og að tengja þannig ferðaþjónustu og neyðarþjónustu sem notað hafa dísilrafstöðvar við veitu Rarik.

Þá verður hægt að koma upp hleðslustöðvum og gera Kjalveg færan fyrir rafbíla. Kostnaður er áætlaður um 300 milljónir kr. og hefur ríkið heitið að leggja verkefninu til um 100 milljónir króna á næstu tveimur árum. Strengurinn verður plægður í jörð meðfram Kjalvegi í sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta samrýmist í fyrsta lagi okkar stefnu um orkuskipti í samgöngum, en líka að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar verkefnið var kynnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert