Upphlaup á fundi Sjálfstæðisflokksins

Hér sést annar mannanna reyna að segja öðrum hælisleitendanna til. …
Hér sést annar mannanna reyna að segja öðrum hælisleitendanna til. Í bakgrunni sitja Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún.

Hæl­is­leit­end­ur báðu ráðherra um að „gefa sér tæki­færi“ á fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins um þriðja orkupakk­ann í dag. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra Íslands sem jafn­framt er starf­andi dóms­málaráðherra sat fund­inn ásam­mt Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra. Frétta­blaðið greindi fyrst frá þessu. 

Vill­hjálm­ur Þor­steins­son tók at­vikið upp á mynd­band en það hef­ur vakið mikla at­hygli. Þar sést Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, reyna að stilla til friðar en fund­ur­inn var hald­inn af Sjálf­stæðis­fé­lög­um í Kópa­vogi og í Garða­bæ og voru Þór­dís og Guðlaug­ur þar til að ræða við flokks­menn um þriðja orkupakk­ann.

„Ég veit ekki ná­kvæm­lega hverju þeir voru að reyna að ná fram en það er nokkuð ljóst að þetta var ekki efni fund­ar­ins. Ég tók það skýrt fram áður en spurn­ing­ar hóf­ust að það ætti ein­göngu að spyrja um þriðja orkupakk­ann. Þetta kom mér allt sam­an í opna skjöldu,“ seg­ir Ármann í sam­tali við mbl.is.

Bað Ármann af­sök­un­ar

Hæl­is­leit­end­urn­ir óskuðu eft­ir því að fá að spyrja ráðherra spurn­inga um sín mál­efni en Ármann bað þá ít­rekað um að „fá sér vin­sam­leg­ast sæti“. Menn á fund­in­um tóku mál­in í sín­ar eig­in hend­ur og sagði Ármann þá vera lög­reglu­menn. „Við ætl­um ekki að hringja í lög­regl­una því þess­ir herra­menn þarna eru lög­regl­an.“

Menn­irn­ir voru þó ekki ein­kennisklædd­ir en Ármann seg­ir í sam­tali við mbl.is að þeir hafi báðir starfað sem lög­reglu­menn áður fyrr.

„Ég hefði auðvitað átt að taka það fram að þeir væru fyrr­ver­andi lög­reglu­menn. Mér gekk það eitt til að róa alla og ég gat ekki hugsað mér að fá lög­regl­una í full­um skrúða inn á fund­inn. Þetta gekk ein­fald­lega út á það að leysa þetta eins ró­lega og unnt væri.“

Ann­ar mann­anna greip í ann­an hæl­is­leit­end­anna þegar þeir neita að yf­ir­gefa svæðið og hækk­ar róm­inn þegar hann seg­ir: „farðu út núna“.

Ármann seg­ir í mynd­band­inu að fund­in­um yrði slitið ef ekki yrði farið eft­ir sett­um regl­um. Ekki kom til þess og Ármann seg­ir í sam­tali við mbl.is að menn­irn­ir hafi setið út fund­inn og ann­ar talað við hann eft­ir á. „Sá sem talaði baðst af­sök­un­ar á því að hafa notað þenn­an vett­vang svo við skild­um í góðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert