Oddfellowreglan á Íslandi fagnaði 200 ára afmæli í gær. Af því tilefni veitti reglan samtals 59 milljónir króna til styrktar þremur verkefnum félaga og samtaka sem sinna mannúðar- og mannræktarmálum.
Þetta var tilkynnt í afmælishófi Oddfellowa í Reykjavík. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri voru viðstaddir hófið, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Í afmælishófinu var sömuleiðis undirritaður samningur Reykjavíkurborgar og Oddfellowreglunnar um minningarreit í Laugarnesi í Reykjavík þar sem Holdsveikraspítalinn stóð. Spítalinn var gjöf danskra Oddfellowa til íslensku þjóðarinnar árið 1898.