Fötin fyrir umhverfið

Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn …
Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta fékk deildin umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okkur berast kynstrin öll af fatnaði sem nýtist til góðra verkefna. Í raun er merkilegt hvað fólk er gjarnt á að tapa fötunum sínum; oft spánnýjum flíkum sem maður hélt að flestir gættu vel,“ segir Steinunn Þorfinnsdóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands.

Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta fékk deildin umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar fyrir fatasöfnun sem fólk í deildinni hefur sinnt. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin og í ávarpi við það tilefni setti hún vefnað og klæði í samhengi við loftslagsmálin.

Kaupum meira en aðrar þjóðir

„Á tímum hnattrænna loftslagsbreytinga og vakningar í umhverfismálum er fólk farið að átta sig á áhrifum fataiðnaðar á umhverfi,“ sagði ráðherrann. Vék hún að þeirri staðreynd að árlega eru framleiddir 150 milljarðar flíka eða um 20 flíkur á hvern jarðarbúa. Þessi iðnaður skilar 1,2 milljörðum tonna af koltvíoxíðígildum út í andrúmsloftið auk ýmissa efna sem oft eru skaðleg umhverfinu, svo sem skordýraeitur. Við Íslendingar kaupum 17 kíló af fötum árlega á mann, sem sé þrisvar sinnum meira en jarðarbúar gera að jafnaði. Höfum til skamms tíma hent 16 kílóum af vefnaðarvöru á ári og minna en helmingur af því hefur farið í endurvinnslu.

Sjá samtal við Steinunni í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert