Fötin fyrir umhverfið

Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn …
Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta fékk deildin umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okk­ur ber­ast kynstr­in öll af fatnaði sem nýt­ist til góðra verk­efna. Í raun er merki­legt hvað fólk er gjarnt á að tapa föt­un­um sín­um; oft spánnýj­um flík­um sem maður hélt að flest­ir gættu vel,“ seg­ir Stein­unn Þorfinns­dótt­ir, formaður Hvera­gerðis­deild­ar Rauða kross Íslands.

Á opnu húsi í Garðyrkju­skól­an­um á Reykj­um í Ölfusi sum­ar­dag­inn fyrsta fékk deild­in um­hverfis­viður­kenn­ingu Hvera­gerðis­bæj­ar fyr­ir fata­söfn­un sem fólk í deild­inni hef­ur sinnt. Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra af­henti verðlaun­in og í ávarpi við það til­efni setti hún vefnað og klæði í sam­hengi við lofts­lags­mál­in.

Kaup­um meira en aðrar þjóðir

„Á tím­um hnatt­rænna lofts­lags­breyt­inga og vakn­ing­ar í um­hverf­is­mál­um er fólk farið að átta sig á áhrif­um fataiðnaðar á um­hverfi,“ sagði ráðherr­ann. Vék hún að þeirri staðreynd að ár­lega eru fram­leidd­ir 150 millj­arðar flíka eða um 20 flík­ur á hvern jarðarbúa. Þessi iðnaður skil­ar 1,2 millj­örðum tonna af kolt­víoxíðígild­um út í and­rúms­loftið auk ým­issa efna sem oft eru skaðleg um­hverf­inu, svo sem skor­dýra­eit­ur. Við Íslend­ing­ar kaup­um 17 kíló af föt­um ár­lega á mann, sem sé þris­var sinn­um meira en jarðarbú­ar gera að jafnaði. Höf­um til skamms tíma hent 16 kíló­um af vefnaðar­vöru á ári og minna en helm­ing­ur af því hef­ur farið í end­ur­vinnslu.

Sjá sam­tal við Stein­unni í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert