Rakst á færeyskan fiskibát

Kolmunni. Mynd úr safni.
Kolmunni. Mynd úr safni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Íslenska nóta- og frystiskipið Hákon ÞH lenti í árekstri við færeyskan bát vestur af Suðurey í Færeyjum í fyrrakvöld. Ekki urðu slys á fólki. Hákon var á leið til Íslands með kolmunna og var kominn inn í íslensku lögsöguna í gærkvöldi.

Þórshafnarradíó fékk fyrst fregnir af óhappinu um klukkan 22.55 í fyrrakvöld. Áhöfn Hákonar lét skömmu síðar vita að skipið hefði lent í árekstri við fiskibátinn Skarstein. Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að þar sem ekki náðist talstöðvarsamband við Skarstein hafi tveir úr áhöfn Hákonar farið á báti að Skarsteini og um borð.

Í ljós kom að einn maður var á bátnum. Skemmdir urðu á plastbátnum en hann lak ekki en farið var með manninn um borð í Hákon og báturinn tekinn í tog. Varðskipið Tjaldur tók við og dró hann til Þórshafnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert