Blásarar æfa göngulag

Samræmt göngulag og leikur. Lúðrasveit verkalýðsins á æfingu í bílakjallara …
Samræmt göngulag og leikur. Lúðrasveit verkalýðsins á æfingu í bílakjallara Höfðatorgs í Reykjavík í gærkvöldi. mbl.is/​Hari

Fé­lag­ar í Lúðrasveit verka­lýðsins æfðu stíft í gær­kvöldi fyr­ir tón­listar­flutn­ing­inn sem þeir verða með á morg­un, 1. maí, sem er alþjóðleg­ur bar­áttu­dag­ur verka­lýðsins. Lúðrar voru þeytt­ir og trumb­ur slegn­ar í eina klukku­stund, en síðan var farið í bíla­kjall­ara Höfðatorgs í Reykja­vík þar sem sveit­in æfði meðal ann­ars að spila við sam­ræmt göngu­lag.

Mik­il­vægt er að fip­ast hvergi í spil­verk­inu þó að beygt sé fyr­ir horn eða ef þörf er á að snar­stoppa á Lauga­veg­in­um, þar sem lúðrasveit­in fer fremst í kröfu­göng­unni og gef­ur tón­inn í orðsins fyllstu merk­ingu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Maístjarna og roði í austri

„Þessi dag­ur er einn af hápunkt­un­um í starfi okk­ar og alltaf jafn skemmti­leg­ur,“ seg­ir Rann­veig Rós Ólafs­dótt­ir, formaður lúðrasveit­ar­inn­ar. Sjálf spil­ar hún á þverf­lautu og hef­ur verið í lúðrasveit í rúm­lega tutt­ugu ár – með hlé­um þó.

„Við kunn­um auðvitað Nall­ann, Sjá roðann í austri, Á Sprengisandi eft­ir Sig­valda Kaldalóns og Maí­stjörnu Jóns Ásgeirs­son­ar al­veg leik­andi, en sveit­in æfir þó alltaf vel fyr­ir þenn­an dag. Við reyn­um líka að taka ný lög inn á efn­is­skrána fyr­ir 1. maí hvert ár, höf­um meðal ann­ars verið með Stál og hníf­ur eft­ir Bubba Mort­hens og Stúlk­an sem Tod­mobile gerði vin­sælt á sín­um tíma. Í út­setn­ingu fyr­ir lúðrasveit hljóma þessi lög afar skemmti­lega.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert