Finna aukið álag út af SAS

Icelandair finnur fyrir verkfalli flugmanna hjá norræna félaginu SAS.
Icelandair finnur fyrir verkfalli flugmanna hjá norræna félaginu SAS. AFP

Icelandair hefur fundið fyrir auknu álagi vegna verkfalls flugmanna hjá norræna flugfélaginu SAS. Ferðir sem SAS þurfti að aflýsa um helgina voru á þriðja þúsund og mörgum hundruðum til viðbótar þurfti að aflýsa í gær og í dag.

Verkföllin eru sögð hafa áhrif á um 300 þúsund flugfarþega. „Það var töluvert álag hjá okkur um helgina, sem að einhverju leyti má rekja til þessa. Við vitum ekki alltaf hvað veldur álaginu, en við finnum aðeins fyrir þessu,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að Icelandair og SAS eigi í ákveðnu samstarfi, þar sem oft sé bókaður leggur með Icelandair og svo áfram með SAS.

Það séu fyrst og fremst farþegar á slíkum bókunum sem hafi fengið aðstoð frá Icelandair við að finna annað tengiflug. Ómögulegt sé að áætla hversu margir farþegar áttu bókaðar samliggjandi ferðir með félögunum tveimur, en Icelandair fylgist með framvindu mála hjá SAS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert