Fordæmi ofsóknir gegn kristnum

Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi.
Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að Íslendingar verði í fararbroddi þegar kemur að því að gagnrýna ofsóknir gegn kristnu fólki í heiminum.

Á Alþingi, undir dagskrárliðnum störf þingsins, minntist Birgir á hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka sem urðu fjölda fólks að bana. Athyglin hefði eftir árásirnar beinst að ofsóknum gegn kristnu fólki og sagði hann að kristnir hefðu mest orðið fyrir barðinu á ofsóknum gegn trúarhópum í heiminum. Ríflega fjögur þúsund kristnir menn hefðu látist í fyrra af þeim sökum.

Birgir hvatti til þess að Íslendingar nýti tækifærið sem þeir hafa með setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fordæmi ofsóknir gegn kristnum og krefjist úrbóta þar sem ástand mála er hvað verst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert