Fordæmi ofsóknir gegn kristnum

Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi.
Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, vill að Íslend­ing­ar verði í far­ar­broddi þegar kem­ur að því að gagn­rýna of­sókn­ir gegn kristnu fólki í heim­in­um.

Á Alþingi, und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins, minnt­ist Birg­ir á hryðju­verka­árás­irn­ar á Sri Lanka sem urðu fjölda fólks að bana. At­hygl­in hefði eft­ir árás­irn­ar beinst að of­sókn­um gegn kristnu fólki og sagði hann að kristn­ir hefðu mest orðið fyr­ir barðinu á of­sókn­um gegn trú­ar­hóp­um í heim­in­um. Ríf­lega fjög­ur þúsund kristn­ir menn hefðu lát­ist í fyrra af þeim sök­um.

Birg­ir hvatti til þess að Íslend­ing­ar nýti tæki­færið sem þeir hafa með setu í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna og for­dæmi of­sókn­ir gegn kristn­um og krefj­ist úr­bóta þar sem ástand mála er hvað verst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert