Meirihluti velferðarnefndar Alþingis leggur til að samþykkt verði á Alþingi að lögum um þungunarrof verði breytt þannig að rjúfa megi þungun til loka 22. viku meðgöngu.
Nefndin leggur til nokkrar orðalagsbreytingar, auk breytingar á gildistöku laganna, en til stóð að þau tækju gildi 1. febrúar 2019. Leggur meirihluti nefndarinnar til að gildistöku laganna verði frestað til 1. september 2019 meðal annars svo að heilbrigðisráðuneytinu gefist kostur á að koma á samstarfi um fræðslu til þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem munu starfa á grundvelli laganna.
Þetta kemur fram í nefndarálitið meirihluta velferðarnefndar sem lagt var fyrir í dag. Nokkur hiti hefur verið í umræðum um frumvarpið, jafnt innan Alþingis sem og í samfélaginu, en með frumvarpinu verður sjálfsákvörðunarréttur kvenna aukinn til muna.