Göngugötur opna á morgun

Laugavegur verður göngugata frá Klapparstíg til vesturs.
Laugavegur verður göngugata frá Klapparstíg til vesturs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opnað verður fyrir göngugötur í miðborginni á morgun. Göngugöturnar verða opnar frá 1. maí til 1. október 2019 og verður útfærslan með svipuðu sniði og undanfarin ár á meðan unnið er að varanlegu göngusvæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Göngusvæðin:

  • Laugavegur og Bankastræti frá Klapparstíg að Þingholtsstræti.
  • Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar.
  • Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis
  • Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti.

Göturnar verða opnar fyrir vöruafgreiðslu á milli kl. 07.00 til 11.00 virka daga og kl. 08.00 til 11.00 á laugardögum en annars lokaðar fyrir allri umferð bíla á tímabilinu.

Fram kemur í tilkynningunni að göngugötur allt árið hefðu verið samþykktar í borgarstjórn síðasta haust. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs vinnur áfram að forhönnun og undirbúningi á varanlegum göngugötum í samráði við hagsmunaaðila. 

Bent er á að 1.144 bílastæði eru í bílahúsum bílastæðasjóðs í miðborginni en auk þess er búið að taka í notkun 250 stæða í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert