Versló með nýja námslínu

Næstkomandi haust hefst í Verzlunarskóla Íslands ný stafræn viðskiptalína á framhaldsskólastigi.

Línan er svar við örum breytingum á vinnumarkaðinum og þá sérstaklega í starfsumhverfi verslunar og þjónustu, segir í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu. Þar segir að námið tengi nemendur við atvinnulífið með beinum hætti og gefi þeim innsýn í þau störf og þá hröðu þróun sem á sér stað innan verslunar og þjónustu. 

„Séreinkenni námslínunnar eru annars vegar falin í nýjum áföngum er tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla í markaðssetningu og hins vegar vinnustaðanámi,“ segir enn fremur í tilkynningu.

25 nemendur verða teknir inn í námið í haust en um 40 verðandi nemendur við Verzlunarskólann sóttu um. Námslínan er samvinnuverkefni Samtaka verslunar og þjónustu, Verzlunarskóla Íslands, VR og Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert