Versló með nýja námslínu

Næst­kom­andi haust hefst í Verzl­un­ar­skóla Íslands ný sta­f­ræn viðskiptalína á fram­halds­skóla­stigi.

Lín­an er svar við örum breyt­ing­um á vinnu­markaðinum og þá sér­stak­lega í starfs­um­hverfi versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu. Þar seg­ir að námið tengi nem­end­ur við at­vinnu­lífið með bein­um hætti og gefi þeim inn­sýn í þau störf og þá hröðu þróun sem á sér stað inn­an versl­un­ar og þjón­ustu. 

„Sér­ein­kenni náms­lín­unn­ar eru ann­ars veg­ar fal­in í nýj­um áföng­um er tengj­ast sta­f­ræn­um lausn­um, grein­ingu á gögn­um og nota­gildi sam­fé­lags­miðla í markaðssetn­ingu og hins veg­ar vinnustaðanámi,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

25 nem­end­ur verða tekn­ir inn í námið í haust en um 40 verðandi nem­end­ur við Verzl­un­ar­skól­ann sóttu um. Náms­lín­an er sam­vinnu­verk­efni Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, Verzl­un­ar­skóla Íslands, VR og Starfs­mennta­sjóðs versl­un­ar og skrif­stofu­fólks. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert