Áfall og kulnun algengasti vandinn

Á ársfundi VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs, kom fram að flestir sem leita til sjóðsins glíma við flókinn og margþættan vanda en 80% eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða stoðkerfisvandamál.

31% fólks sem sækir þjónustu hjá sjóðinum gerir það vegna áfalls og 30% vegna kulnunar í starfi. Á fundinum kom jafnframt fram að aldrei hafi fleiri leitað til og útskrifast frá VIRK. Árangur starfseminnar er umtalsverður á árinu en 74% þeirra 1.346 einstaklinga sem sóttu þjónustuna í fyrra fóru aftur á vinnumarkaðinn eða í nám.

Dýrt er fyrir samfélagið að missa fólk af vinnumarkaði en samkvæmt útreikningum Talnakönnunar er meðalávinningur á einstakling sem fer aftur á vinnumarkað eftir útskrift frá VIRK um 12,7 milljónir króna. Ávinningur starfsemi VIRK árið 2018 er samkvæmt útreikningum um 17,2 milljarðar króna. 14.972 einstaklingar hafa nú fengið þjónustu á vegum VIRK frá 2008, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert