Ekið á barn á Hringbraut

Tvö slys á börnum hafa orðið í umferðinni á Hringbraut …
Tvö slys á börnum hafa orðið í umferðinni á Hringbraut á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­steinn Her­manns­son, sam­göngu­stjóri á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, staðfest­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ekið hafi verið á barn á gang­braut á Hring­braut við Bræðra­borg­ar­stíg á föstu­dag­inn langa.

Mik­il umræða varð um um­ferðarör­yggi á sömu slóðum eft­ir að keyrt var á þrett­án ára stúlku á gatna­mót­um Hring­braut­ar og Meist­ara­valla 9. janú­ar síðastliðinn. Þor­steinn seg­ir að í kjöl­far fyrra slyss­ins hafi verið samþykkt að lækka há­marks­hraða úr 50 kíló­metra hraða niður í 40. Seg­ir hann að lög­reglu­stjóri hafi þegar aug­lýst breyt­ing­una í Stjórn­artíðind­um og að stefnt sé á að setja upp skilti með breytt­um há­marks­hraða í maí.

„Í leiðinni ætl­um við að setja upp hraðavara­skilti sem blikka ef þú ekur of hratt,“ seg­ir Þor­steinn. Einnig seg­ir hann að samþykkt hafi verið að lýs­ing á svæðinu verði bætt og göngu­leiðir gerðar meira áber­andi. Von­ast hann til þess að þess­ar breyt­ing­ar verði kláraðar á ár­inu.

Þor­steinn seg­ir að fleiri breyt­ing­ar séu í bíg­erð á næsta ári en þá er á dag­skrá að skipta út öll­um um­ferðarljósa­búnaði á Hring­braut frá hring­torg­inu við Þjóðminja­safnið og vest­ur úr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert