Hægt verði á umferðinni

Nýjar íbúðir. Hverfisgata 94-96.
Nýjar íbúðir. Hverfisgata 94-96. Teikning/ONNO ehf.

Með þétt­ingu byggðar við Hverf­is­götu er eðli­legt að end­ur­meta fyr­ir­komu­lag um­ferðar með til­liti til hraða. Þetta er mat Daní­els Þórs Magnús­son­ar, sjóðsstjóra Fast­eigna­auðs, sem er sjóður í um­sjón Kviku banka.

Sjóður­inn byggði fjöl­býl­is­hús með 38 íbúðum á Hverf­is­götu 94-96 en 16 þeirra eru seld­ar eða frá­tekn­ar.

„Sam­töl við verðandi íbúa við göt­una benda til að það sé vilji fyr­ir því að setja upp ein­hvers kon­ar hraðahindr­an­ir og hægja á um­ferðinni. Strætó keyr­ir oft á tíðum ansi hratt eft­ir göt­unni. Þá eru inn­gang­arn­ir aðeins þrjá metra frá göt­unni. Um­ferðar­hraðinn hlýt­ur því að verða end­ur­skoðaður,“ seg­ir Daní­el Þór í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert