Leigusvindl á Íslandi

Heimasíðan sem svindlarinn notar er afar lík heimasíðu Airbnb.
Heimasíðan sem svindlarinn notar er afar lík heimasíðu Airbnb.

Vestur­ís­lensk hjón voru svik­in af óprúttn­um aðila eft­ir að hafa svarað fast­eigna­aug­lýs­ingu fyr­ir íbúð á Hring­braut 65 í Reykja­vík.

Hjón­in sem vilja ekki koma fram und­ir nafni lögðu fram trygg­ing­ar­fé fyr­ir leigu­íbúðinni gegn­um heimasíðu sem þau töldu að væri á veg­um Airbnb. Heimasíðan er afar lík heimasíðu leig­uris­ans Airbnb en við nán­ari skoðun sést að um falsaða síðu er að ræða.

Sams­kon­ar svindl átti sér einnig stað fyr­ir leigu­íbúð í Blá­hömr­um í Grafar­vogi. Ein­stak­ling­ur und­ir sama nafni reyndi þar að svíkja fé út úr 29 ára göml­um ís­lensk­um karl­manni. Þá tapaði Ada Szuba, pólsk kona, 400.000 kr. á sama svindlara sem geng­ur und­ir nafn­inu Urha Polona.

Svindlar­inn seg­ist vera ein­stæð móðir bú­sett í Berlín. Hún seg­ist hafa eign­ast íbúðirn­ar eft­ir skilnað. Þá þarf að borga trygg­ingu áður en hún flýg­ur til Íslands til að sýna íbúðirn­ar. Grun­laus fórn­ar­lömb telja trygg­ing­ar­féð í ör­ugg­um hönd­um Airbnb, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert