Nauðsynlegt er að þátttaka launafólks í starfi verkalýðsfélaga verði meiri. Þetta segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.
Aðeins tæp 8% um 5.000 félagsmanna þar tóku þátt í atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn sem var samþykktur af um 80% þeirra sem greiddu atkvæði.
„Stéttarfélögin þurfa að beita sér á miklu fleiri sviðum í samfélaginu en verið hefur,“ segir Guðbjörg í samtali um þetta efni i Morgunblaðinu í dag.