Hættir sem varaformaður fjárlaganefndar

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur snúið aftur til starfa á Alþingi, …
Ágúst Ólafur Ágústsson hefur snúið aftur til starfa á Alþingi, en hefur sagt af sér varaformennsku í fjárlaganefnd. mbl.is/​Hari

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sagt af sér vara­for­mennsku í fjár­laga­nefnd Alþing­is. Þetta staðfest­ir Odd­ný G. Harðars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Þingmaður­inn snéri aft­ur til starfa á Alþingi eft­ir að leyfi hans lauk í gær. Fór Ágúst Ólaf­ur í leyfi í kjöl­far um­fjöll­un­ar um að hann hafi áreitt konu og þegar hún hafnaði hon­um fór hann sær­andi orðum um hana.

Á Face­book síðu sinni á þriðju­dag sagði þingmaður­inn meðal ann­ars: „Ég tek því ekki sem sjálf­gefnu að taka aft­ur sæti á þingi á ný og mun leggja mig all­an fram að ávinna mér traust á nýj­an leik.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert