Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Þetta staðfestir Oddný G. Harðarsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.
Þingmaðurinn snéri aftur til starfa á Alþingi eftir að leyfi hans lauk í gær. Fór Ágúst Ólafur í leyfi í kjölfar umfjöllunar um að hann hafi áreitt konu og þegar hún hafnaði honum fór hann særandi orðum um hana.
Á Facebook síðu sinni á þriðjudag sagði þingmaðurinn meðal annars: „Ég tek því ekki sem sjálfgefnu að taka aftur sæti á þingi á ný og mun leggja mig allan fram að ávinna mér traust á nýjan leik.“
Fréttin hefur verið uppfærð