Hafa alla tíð viljað göng

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

„Það er engin spurning í sambandi við þessi göng, sem voru svo úthugsuð og vel undirbúin, það hefur allt staðist hjá okkur sem við höfum sagt sem vorum að berjast fyrir þessu,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, inntur álits á stöðu samgangna til Vestmannaeyja.

„Þetta er algjört klúður frá upphafi til enda,“ segir Árni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann var einn þeirra sem á sínum tíma töldu að betra væri að grafa göng til Vestmannaeyja í stað þess að fjárfesta í gerð Landeyjahafnar og sinna áframhaldandi rekstri Herjólfs.

Hingað til hefur kostnaður við Landeyjahöfn og Herjólf verið tæpir sautján milljarðar króna ef tekið er með í reikninginn fyrirhuguð lagfæring hafnarinnar, samningur um dýpkun næstu þrjú árin og smíði nýs Herjólfs auk rafvæðingar hans. Í lokaskýrslu starfshóps samgönguráðherra um samgöngur til Vestmannaeyja, frá 2006, segir að kostnaður við gerð 18 kílómetra jarðganga til Eyja hafi verið metinn á um 25 til 31 milljarð á verðlagi 2004. Til samanburðar er áætlaður kostnaður við hin fyrirhuguðu Suðureyjargöng í Færeyjum 56,8 milljarðar íslenskra króna, en þau göng verða í tveimur liðum þar sem annar er 9 kílómetrar og hinn 17 kílómetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert