Nýsköpun úr náttúrulegum trefjum úr hafinu

Gestur á alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai fær upplýsingar um snyrtivörur …
Gestur á alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai fær upplýsingar um snyrtivörur og græðandi vörur frá Primex hjá Sigríði Vigfúsdóttur.

Snyrtivörur frá líftæknifyrirtækinu Primex í Siglufirði vöktu athygli á stórri alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai í síðasta mánuði. 500 vörur voru kynntar í snyrtivöruflokknum og komust vörurnar að norðan á lokalista yfir 25 athyglisverðustu vörutegundirnar á sýningunni.

Sigríður V. Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex, segir mikla viðurkenningu og tækifæri felast í þessu. „Við sýndum líkamskrem og skrúbb úr vörulínu sem við köllum ChitoCare Beauty, en þetta eru fyrstu snyrtivörurnar frá Primex sem við setjum á markað. Í ljósi þess að vörur frá okkur eru óþekktar í alþjóðlegum snyrtivöruheimi er þetta mjög góður árangur. Þetta á tvímælalaust eftir að hjálpa okkur mikið í markaðssetningu og vekur athygli á vörumerkinu,“ segir Sigríður.

Græðandi eiginleikar

Fyrirtækið Primex Iceland er dótturfyrirtæki Ramma hf í Fjallabyggð og hóf framleiðslu 1999. Á þriðjudag var 20 ára afmæli fyrirtækisins fagnað en nú starfa 14 manns hjá Primex í Siglufirði, auk sölufulltrúa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrirtækið hefur lengst af framleitt vörur til sárameðhöndlunar og er helsti markaðurinn í Bandaríkjunum, en einnig í Asíu og Evrópu. Græðandi eiginleikar framleiðslunnar eru nýttir til fulls í snyrtivörunum.

Primex Iceland sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á kítósanvörum fyrir fæðubótarefni, lækningatæki, snyrtivörur og ýmsa aðra notkun. Í tvo áratugi hefur Primex unnið að því að breyta hráefni sem áður var mengandi úrgangur í verðmætar afurðir sem bæta lífsgæði manna og dýra. Kítósan er að finna í öllum vörum fyrirtækisins, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert