Ræða við Japan um fríverslunarsamning

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins heldur til Tókýó í byrjun næsta mánaðar þar sem viðskiptasamráð á milli Íslands og Japan verður til umræðu sem vonir standa til að leiði til fríverslunarsamnings á milli ríkjanna.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að slíkur samningur hafi verið vilji íslenskra stjórnvalda í meira en áratug.

Þetta mikilvæga fyrsta skref sem nú verði stigið sé afrakstur mikillar vinnu hér heima og gagnkvæms vilja frá Japan að auka samskipti ríkjanna enn frekar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert