Sögunörd lætur drauminn rætast

Sjálfa af Hinriki við minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í einni …
Sjálfa af Hinriki við minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í einni Berlínuferð þar sem Hinrik kynnir Íslendingum sögu Berlínar.

„Berlín er magnaðasta borg í Evrópu og þó víðar væri leitað. Ég var eiginlega kominn með leiða á því að starfa í leikhúsi þrátt fyrir að hafa ekki starfað þar lengi. Árið 2015 stóð valið á milli þess að koma til Reykjavíkur og reyna enn og aftur að finna nýja íbúð í janúarmyrkrinu á yndislega leigumarkaðnum í miðborg Reykjavíkur eða láta draum gamla sögunördsins rætast og fræðast um sögu Berlínar með því að gerast leiðsögumaður þar.“

Þetta segir Hinrik Þór Svavarsson sem fæddur er í vesturbæ Reykjavíkur og alinn upp í Garðabæ. Hann hóf búskap í miðbæ Reykjavíkur og segist hafa farið hefðbundnu leiðina úr úthverfinu í miðborgina og þegar hún var orðin of lítil þá tók draumaborgin Berlín við en þangað hafði Hinrik oft komið. Í dag býr hann ásamt eiginkonu sinni Martinu Bertoni, ítölskum sellóleikara, í Berlín. Hinrik starfar sem leiðsögumaður hjá Berlínum sem stofnað var 2014 af tveimur íslenskum konum búsettum í Berlín. Berlínur bjóða upp á leiðsögn um Berlín á íslensku og í dag starfa 10 manns hjá fyrirtækinu.

„Ferðalagið á þann góða stað sem ég er á í dag var langt og strangt. Ég þjáðist af ofsakvíða sem mér hefur með góðri hjálp tekist að ná tökum á,“ segir Hinrik sem er lærður sviðshöfundur af sviðlistahöfundabraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Eftir að Hinrik hafði fengið þrisvar höfnun um skólavist í Leiklistarskólann og var kominn með fjölskyldu lagði hann leiklistardrauminn á hilluna og fór að vinna við löndun. 2005 eignaðist hann dótturina Diljá Hörn en segist ekki hafa verið alveg tilbúinn á þeim tíma að gerast ráðsettur heimilisfaðir. Fimm árum síðar skildi hann við barnsmóður sína og síðar sama ár eignaðist hann dótturina Kelly Caradec með franskri vinkonu sinni.

Sjá samtal við Hinrik Þór í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert