Þriðjungur frá N-Ameríku

Rúm­lega þriðjung­ur ferðamanna sem hingað ferðast kem­ur frá Norður-Am­er­íku og er það lang­stærsta markaðssvæði ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu um þess­ar mund­ir. Jafn­framt hef­ur það svæði vaxið mest frá ár­inu 2010 sem hlut­fall af heild­ar­fjölda ferðamanna eða um 20 pró­sentu­stig. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Íslands­banka um ís­lenska ferðaþjón­ustu.

Næst­flest­ir ferðamenn koma frá Mið- og Suður-Evr­ópu eða tveir af hverj­um tíu ferðamönn­um. Markaðssvæði Mið- og Suður-Evr­ópu hef­ur dreg­ist næst­mest sam­an á eft­ir Norður­lönd­un­um eða um níu pró­sentu­stig.

Ný og ít­ar­legri sund­urliðun á þjóðerna­skipt­ingu ferðamanna sýn­ir vax­andi mik­il­vægi Asíu sem markaðssvæðis ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu. Svæðið er orðið fjórða mik­il­væg­asta markaðssvæði grein­ar­inn­ar og um einn af hverj­um tíu ferðamönn­um á Íslandi koma þaðan. Lík­lega er hlut­fallið van­metið þar sem fjöl­menn­ar asísk­ar þjóðir eru enn þá ótil­greind­ar og falla því ferðamenn þeirra þjóða und­ir flokk­inn „Annað“. Þess­ari þróun hljóta að fylgja breytt­ar áhersl­ur í markaðssetn­ingu og stefnu­mót­un inn­an grein­ar­inn­ar.

Icelanda­ir með 72% markaðshlut­deild

Flug­fram­boð um Kefla­vík­ur­flug­völl (KEF) er lík­lega veiga­mesti áhrifaþátt­ur ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu enda ferðast rúm­lega 90% allra ferðamanna til lands­ins í gegn­um KEF. Sam­kvæmt sum­aráætl­un Isa­via, sem sýn­ir fram­boð flug­sæta um KEF á tíma­bil­inu apríl til októ­ber, dregst það sam­an um 28% á þessu ári frá sama tíma­bili á síðasta ári í ljósi gjaldþrots WOW air. Mun­ar þar mest um gjaldþrot WOW air.

Icelanda­ir eyk­ur á sama tíma­bili fram­boð sitt um 14% og önn­ur er­lend flug­fé­lög um 5%. Fyr­ir vikið fer hlut­deild Icelanda­ir í heild­ar­fram­boði um KEF úr 46% á síðastliðnu ári í 72% á þessu ári. Icelanda­ir hef­ur ekki verið með hærri hlut­deild frá ár­inu 2013 og má gróf­lega áætla að tæp­lega ¾ hlut­ar gjald­eyristekna ferðaþjón­ust­unn­ar séu að tals­verðu leyti und­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins komn­ir og þar með rúm­ur fjórðung­ur af gjald­eyris­tekj­um þjóðarbús­ins.

WOW air flutti hlut­falls­lega fleiri ferðamenn frá N-Am­er­íku og Mið- og Suður-Evr­ópu hingað til lands en önn­ur flug­fé­lög og mun gjaldþrot fé­lags­ins því að öðru óbreyttu hafa mestu áhrif­in á fjölda ferðamanna hingað til lands frá þess­um markaðssvæðum.

Markaðshlutdeild Icelandair hefur ekki verið jafn mikil síðan árið 2013.
Markaðshlut­deild Icelanda­ir hef­ur ekki verið jafn mik­il síðan árið 2013. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

520 millj­arða tekj­ur

Á síðasta ári námu tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar 520 millj­örðum króna og skilaði grein­in 39% af heild­ar­gjald­eyris­tekj­um það ár sam­an­borið við 18% fram­lag sjáv­ar­út­vegs og 17% fram­lag áliðnaðar.

Í ár eru hins veg­ar horf­ur á sam­drætti í tekj­um ferðaþjón­ust­unn­ar. Horf­ur eru á að ferðamönn­um fækki tals­vert frá fyrra ári og árið í ár lendi á milli ár­anna 2016 og 2017 hvað tekj­ur varðar. Lægra gengi krónu og verðhækk­un á vör­um og þjón­ustu í krón­um talið veg­ur þó á móti.

„Hver ferðamaður skil­ar því að mati okk­ar meiri tekj­um í krón­um talið þetta árið en í fyrra. Við áætl­um að u.þ.b. 36% af heild­ar­út­flutn­ings­tekj­um árs­ins komi frá ferðaþjón­ustu. Til sam­an­b­urðar munu sjáv­ar­út­veg­ur og áliðnaður vænt­an­lega sam­an­lagt skila í kring um 37% af heild­ar­tekj­um þjóðarbús­ins af út­flutn­ingi í ár,“ seg­ir í nýrri skýrslu Íslands­banka

WOW-farþegar eyddu minna

Frek­ari töl­fræði um þá ferðamenn sem komu hingað með WOW air bend­ir til þess að meðal­út­gjöld þeirra hafi verið 9% lægri en meðal­út­gjöld ferðamanna hér á landi al­mennt. Einnig bend­ir töl­fræðin til þess að hlut­falls­lega færri þeirra hafi verið með tekj­ur yfir meðallagi og að þeir hafi dvalið hér á landi um 5% skem­ur en ferðamenn al­mennt.

Þá kem­ur einnig í ljós að hlut­falls­lega færri farþegar WOW air nýttu sér hót­elg­ist­ingu og hlut­falls­lega fleiri þeirra nýttu sér aðra ódýr­ari val­kosti sem fela í sér minni þjón­ustu á borð við Airbnb, hostel o.þ.h. Þessi töl­fræði bend­ir til þess að farþegar WOW air hafi skilið eft­ir sig minni tekj­ur.

Á síðastliðnu ári var fjölg­un ferðamanna að lang­stærst­um hluta bor­in uppi af banda­rísk­um ferðamönn­um. Þeim fjölgaði um 118 þúsund en sam­tals komu um 121 þúsund fleiri ferðamenn frá öll­um þjóðum á ár­inu 2018 en á ár­inu 2017.

Ferðamenn annarra ótil­greindra þjóða léku einnig mik­il­vægt hlut­verk á síðasta ári en ekki er unnt að segja ná­kvæm­lega til um það hvaðan þeir ferðamenn koma. Ný og ít­ar­legri sund­urliðun á þjóðerna­skipt­ingu ferðamanna bend­ir þó til að þarna sé að mestu um að ræða asísk­ar þjóðir.

Bret­ar og Þjóðverj­ar vega svo þyngst til fækk­un­ar. Þrátt fyr­ir að Bret­ar dvelji alla jafna skem­ur hér á landi en ferðamenn annarra þjóða ferðast þeir hingað í meiri mæli utan há­anna­tíma og leika þannig mik­il­vægt hlut­verk við að draga úr árstíðasveiflu grein­ar­inn­ar og jafna rekstr­ar­grund­völl henn­ar.

Þjóðverj­ar og aðrar þjóðir í Mið- og Suður-Evr­ópu dvelja alla jafna leng­ur hér á landi en ferðamenn annarra þjóða og eru því mik­il­væg­ir fyr­ir ferðaþjón­ustu á lands­byggðinni. Í áður­greindu sam­hengi get­ur þessi þróun því haft nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir grein­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert