„Við gerum ráð fyrir að þetta sé framtíðin, þótt það verði ef til vill ekki á allra næstu árum.“
Þannig mælir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands (LGH), um öflugan dróna sem nú er flogið frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu LHG og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA).
Drónanum fylgir 16 manna hópur tæknimanna og flugmanna sem stýra honum um gervihnött, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.