Jarðhitaskólinn áfram í samstarfi við LaGeo

4-manna sendisveit kom frá LaGeo vegna þessa viðburðar. Þar var …
4-manna sendisveit kom frá LaGeo vegna þessa viðburðar. Þar var í forystu forseti fyrirtækisins, Lic. Ricardo Salvador Flores, sem undirritaði viljayfirlýsinguna og samninginn af hálfu LaGeo, Rosa Escobar og Kevin Padilla jarðhitafræðingar hjá LaGeo, auk fjölmiðlafulltrúa. Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans undirritaði samningana fyrir hönd skólans og María Erla Marelsdóttir sendiherra fyrir hönd UTR. Rosa og Kevin hafa bæði stundað nám við Jarðhitaskólann á Íslandi. Kevin hefur haldið utan um þetta verkefni af hálfu LaGeo, en af hálfu Jarðhitaskólans hefur Ingimar G. Haraldsson, aðstoðarforstöðumaður haldið utan um verkefnið. Ljósmynd/Orkustofnun

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi undirritaði í gær samstarfssamning við jarðhitafyrirtækið LaGeo í El Salvador um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaþjálfunar og uppbyggingar jarðhitaþekkingar í Rómönsku Ameríku. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef Orkustofnunnar.

Einnig var undirritaður sérstakur samstarfsamningur, sem tekur til næstu tveggja ára um áframhaldandi rekstur fimm mánaða diplómanáms á spænsku fyrir Rómönsku Ameríku sem farið hefur fram við Háskóla El Salvador, en sem að mestu byggir á kennslu frá LaGeo, auk nokkurra íslenskra kennara frá Jarðhitaskólanum.  

Utanríkisráðuneyti Íslands verður aðalstyrktaraðili námsins næstu tvö ásamt Jarðhitaskólanum. Tekur Utanríkisráðuneytið þar við hlutverki Norræna þróunarsjóðsins (NDF) sem var aðalstyrktaraðili námsins síðustu þrjú ár. Við samningur milli Utanríkisráðuneytisins og Jarðhitaskólans um þennan fjárhagsstuðning einnig undirritaður við þetta tækifæri.

Jarðhiti er mjög mikilvægur fyrir El Salvador. Árið 2016 kom 24% af framleiddri raforku í landinu frá jarðhitaorkuverunum tveimur, Ahuachapan og Berlín, sem eru með framleiðslugetu upp á 204 MWe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert