Samningar undirritaðir í Karphúsinu

Samingar undirritaðir í nótt.
Samingar undirritaðir í nótt.

Sam­tök í sam­floti iðnaðarmanna og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa und­ir­ritað kjara­samn­inga í Karp­hús­inu, en und­ir­rit­un­in fór fram nú á öðrum tím­an­um.

„Þetta er góð til­finn­ing að vera kom­inn með kjara­samn­ing í höfn hjá okk­ur. Þetta er búið að vera löng og ströng viðræðulota, og það er veru­lega ánægju­legt að klára þetta,“ sagði Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðunum, í sam­tali við mbl.is nú rétt eft­ir klukk­an tvö. 

Spurður út í samn­ing­inn, seg­ir Kristján að það sem sé einna stærst sé að „okk­ur er að tak­ast að hækka lægstu laun iðnaðarmanna sér­stak­lega, og styðja við bakið á þeim sem eru í hvað verstri stöðu. Okk­ur er að tak­ast að stytta vinnu­tím­ann, og erum hér senni­lega með meiri vinnu­tíma­stytt­ing­um sem hafa sést um lang­an tíma.“

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

„Í lok samn­ings­tím­ans geta fé­lags­menn verið að sjá 36 klukku­stunda vinnu­viku með ákveðnum breyt­ing­um á vinnu­skyld­unni. Við erum að taka upp breytt fyr­ir­komu­lag sem get­ur stuðlað að því að stytta heild­ar­vinnu­tíma manna en jafn­framt að tryggja þeim sem vinna hvað mest lang­an vinnu­dag, að tryggja þeim meiri verðmæti með breyt­ingu á yf­ir­vinnu­álög­um.“

Spurður um næstu skref, seg­ir Kristján að unnið verði að því að út­búa kynn­ingarpakka, og mun sú vinna hefjast á morg­un. Eins verða samn­ing­arn­ir kynnt­ir fyr­ir fé­lags­mönn­um, og eru fund­irn­ir fyr­ir­hugaðir í næstu og þarnæstu viku. Síðan muni þeir greiða at­kvæði um þá. „Þá sjá­um við hvernig viðbrögð við fáum frá fé­lags­mönn­um.“ Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar verður svo kynnt 22. maí.

Spurður út í viðræðurn­ar og þann tíma sem hafi farið í þær, seg­ir Kristján að „þetta eru sex kjara­samn­ing­ar sem var verið að gera og það tek­ur tíma að lesa þetta allt yfir. Og það er í raun­inni það sem ger­ir það að verk­um að þetta tók þenn­an tíma.“

Samn­ing­arn­ir gilda til 1. nóv­em­ber 2022. 

Sex fé­lög og sam­bönd standa að sam­floti iðnaðarmanna í þess­um samn­ingaviðræðum. Þau eru Rafiðnaðarsam­band Íslands, Samiðn, Grafía, Mat­vís, Fé­lag hársnyrti­sveina og VM - fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna. Um 13 þúsund fé­lags­menn eru í þess­um sam­tök­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert