Vill rannsókn á Isavia vegna WOW

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Hari

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðfloksins, vill að hafin verið sérstök rannsókn á því hvernig samskiptum Isavia við WOW air og Samgöngustofu var hagað áður en flugfélagið fór á hausinn.

Á Alþingi, undir dagskrárliðnum störf þingsins, minntist hann á að ráðherranefnd hefði haldið fimmtán fundi um mögulegt fall WOW air. „Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað hefur farið fram á þeim fundum,“ sagði Þorsteinn.

Hann benti á að flugfélagið hefði í raun verið ógjaldfært í töluverðan tíma áður en það varð gjaldþrota. Samt hafi menn ekkert aðhafst. „Ég spyr hvað menn voru að gera á fimmtán fundum um starfsemi WOW þess mánuði. Ekkert af viti alla vega.“

Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert