Allt hefur gengið eftir óskum, segja skipuleggjendur Fossavatnsgöngunnar. Gangan fór fram í dag á Ísafirði og alls lögðu 830 keppendur af stað. Það má segja að veðrið hafi leikið við keppendur þrátt fyrir nokkuð snjóleysi.
Marine Dusser frá Frakklandi náði sigri í 50 km göngu kvenna, Sanna Soudunaari frá Finnlandi öðru sæti og Caitlin Gregg frá Bandaríkjunum þriðja.
Sigurvegari í 50 km göngu karla er Morten Eide Pedersen frá Noregi, Alexis Jeannerod frá Frakklandi hlaut annað sæti og í þriðja sæti var Iivo Niskanen frá Finnlandi.