Fimmti hver hjúkrunarfræðingur er hættur að starfa við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Þetta sýna gögn sem ná aftur til ársins 2012.
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að eitt helsta baráttumálið í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga sem nú eru hafnar sé að bæta launakjör og minnka álag svo hjúkrunarfræðingar sem hætt hafa störfum geti hugsað sér að snúa aftur.