Fólk verður í forgangi

Óðinstorgið mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum. Bílarnir munu …
Óðinstorgið mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum. Bílarnir munu víkja fyrir öflugu mannlífi.

Í sum­ar verður ráðist í end­ur­bæt­ur á Óðin­s­torgi og ná­grenni. Verkið var boðið út í vet­ur og hef­ur inn­kauparáð borg­ar­inn­ar samþykkt að ganga til samn­inga við Bjössa ehf.

Fyr­ir­tækið bauðst til að vinna verkið fyr­ir rúm­ar 278 millj­ón­ir. Voru það 87% af kostnaðaráætl­un, sem hljóðaði upp á rúm­ar 317 millj­ón­ir. Alls bár­ust fimm til­boð í verkið.

Borg­ar­ráð samþykkti fyr­ir nokkru að bjóða skyldi út fram­kvæmd­ir við end­ur­gerð Óðin­s­torgs og Týs­götu að hluta. Þetta er hluti af verk­efn­inu „Þing­holt, torg­in þrjú“. Um er að ræða Bald­ur­s­torg, Freyju­torg og Óðin­s­torg.

Helsta viðfangs­efni hönn­un­ar­sam­keppni var að stuðla að breyttri notk­un á torg­inu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt und­ir bíla­stæði. Einnig að horfa á lausn­ir fyr­ir Óðins­götu og Týs­götu, sem tengja torgið við Skóla­vörðustíg á sem best­an hátt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert