Kynntust í keyrslunni

Áki er 25 af stöðinni og Kristjana númer 119. Bæði …
Áki er 25 af stöðinni og Kristjana númer 119. Bæði aka Hyundai Santa Fe. mbl.is/RAX

Sam­vinna hjóna­leys­anna Áka Ingvars­son­ar og Kristjönu Sölva­dótt­ur sem eru leigu­bíl­stjór­ar hjá Hreyfli er al­veg til fyr­ir­mynd­ar. Það var 1994 sem Áki byrjaði í af­leys­ing­um í starfi þar sem hann ætlaði að stoppa stutt.

Mál­in þróuðust þó á ann­an veg, því um jól og ára­mót fékk Áki túra sem gáfu vel og eft­ir nýár var hann beðinn um að bæta janú­ar­mánuði við. Þar með var ten­ingn­um kastað og Áki hef­ur verið í starf­inu síðan.

Árið 2008 fékk Áki Kristjönu Sölva­dótt­ur sem aðstoðarmann sinn á Benz­inn í út­gerð sinni – og ekki löngu síðar rugluðu þau sam­an reyt­um. Þau eru í dag hvort um sig með stöðvar­leyfi hjá Hreyfli; Áki er 25 af stöðinni og Kristjana núm­er 119. Bæði á Hyundai Santa Fe, en þar varð Kristjana fyrri til og kom manni sín­un á bragðið.

„Að hjón eða sam­býl­is­fólk séu bæði í leiguakstri er ekk­ert eins­dæmi og sjálf­um finnst mér þetta koma vel út,“ seg­ir Áki í viðtali sem lesa má í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert